Saturday, January 07, 2006

5. hluti

Höfundar tala auk þess um aukaverkanir þess að nota internetið í kennslu. Eitt af því fyrsta sem nemendur læra er nefnilega að gera ‘copy’ og ‘paste’ Og það virðist mjög algengt að ef nemendur eigi að afla sér heimilda af netinu, komi heilu kaflarnir oft á tíðum beint upp af netinu. Við sem höfum kennt grunnskólabörnum vitum að þegar nemendur vinna veggspöld og ritgerðir skrifa þau oft á tíðum hluta beint upp úr bókinni, en einhverra hluta vegna finnst mér það mun skárra en að smella á ‘copy’ og ‘paste’. Er það rangt hjá mér?
Auk þess er talað um mikinn kynjamun hvað virkni varðar. Stelpur séu yfirleitt mjög áhugasamar og vinni samviskusamlega á meðan strákarnir eina til tvær línur en fari síðan á leikjasíðu eða MSN, freystingarnar á netinu virðast vera fleiri fyrir stráka en stelpur. Þetta virðist kalla á breytta agstjórnun.

Niðurstöður þessarar rannsóknar virðist sýna að þróun upplýsingar- og samskiptatækni í grunnskólum hafi ekki verið ýkja mikil síðan 1998. Það virðist ekki skorta áhugann hjá kennurum að nýta sér upplýsingatæknina, en eflaust þarf að kynna sér betur hvernig er best að nýta sér hana svo að hún komi öllum að gagni.

2 Comments:

At 3:03 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er sammála því að líklega séu lítil færni kennara í upplýsingatækni og ónógt fjármagn til tækjakaupa aðalástæður þess að upplýsingatæknin hefur í mörgum tilfellum ekki breytt kennsluháttum í íslenskum grunnskólum.
Ég er 29 ára og ég kynntist tölvum lítillega í menntaskóla og netinu ekki fyrr en í háskóla. Ég hef nú náð ágætri færni í upplýsingamennt og kennt hana á yngsta stigi þar sem ég hef áhuga á upplýsingatækni, en sé að margir samkennarar mínir kunna lítið annað í upplýsingatækni en að fara á internetið, nota Mentor, tölvupóst og ritvinnslu. Þeir nota upplýsingatækni því nánast einungis í ritvinnslu með nemendum sínum en hræðast það jafnvel því að oft koma upp lítil tæknileg vandamál, sérstaklega með fartölvuverin, sem þeir kunna ekki að laga. Víkurskóli, skólinn sem ég kenni í, getur ekki afsakað sig með lélegum tækjum, þar sem skólinn er einungis 6 ára gamall. Skólinn hefur fengið ágætist fjármagn til tækjakaupa og eru fjögur fartölvuver í skólanum og tölvuver, alls um 70-80 tölvur en í skólanum eru 220 nemendur. Auk þess er nýtt bókasafn, digital myndavélar og upptökuvélar í boði fyrir nemendur til þess að nota í ýmsum verkefnum. Kennararnir virðast hins vegar, margir hverjir, vera hræddir að nota alla þessa tækni og gefa sér ekki tíma til þess að læra á hana. Tæknin úreldist mjög hratt og stendur Víkurskóli frammi fyrir því að þurfa að uppfæra 20-30 tölvur á ári í skólanum.

Þeir kennarar sem gefa sér tíma til þess að læra á tölvur og hvernig á að nýta sér þær í kennslu, geta gert kennsluna mun fjölbreyttari bæði fyrir kennaranna og nemendur. Ef kennarinn notar upplýsingatæknina rétt veitir hún kennaranum öflugt tæki til þess að takast á við einstaklingsmiðað nám, bæði hjá nemendum með sérþarfir og öðrum nemendum. Ég tel einnig að tölvurnar veiti nemendum færi á sjálfstæðum vinnubrögðum.

Greinahöfundar tala um aukaverkanir vegna þess að nemendur nota internetið, þ.e.a.s. að nemendur séu að taka gögn af netinu og nota þau í verkefnin sín án þess að geta heimilda. Margir nemendur gera þetta en það sem kennarinn verður að fylgjast vel með þegar nemendur nota tölvur við verkefnavinnu og kenna nemendum góð vinnubrögð og ítreka að nemendur taki fram hvaðan heimildirnar koma. Einnig þarf að passa að nemendur séu að nota tölvurnar til þess að vinna verkefnin sín, ekki til þess að leika sér á netinu eða á MSNnu. Ég hef til dæmis bannað MSN í þeim tímum sem ég hef kennt og leyfi nemendum frekar að fá frjálsan tíma í tölvum öðru hvoru til þess að halda þeim við efnið. Það hefur gengið vel en ég þarf náttúrulega að fylgjast vel með hvað nemendur eru að gera í tölvunum.
Kær kveðja, Karin Elmarsdóttir

 
At 3:23 AM, Blogger Oreste said...

Hello Sigga, a salute from Rome. Ciao

 

Post a Comment

<< Home