Sunday, January 08, 2006

4. hluti

En nú er ég kannski kominn dálítið út fyrir efni greinarinnar, en annað sem þessu tengist vissulega er sú niðurstaða höfundanna að í um helming tilvikanna sem tölva var notuð á miðstigi, stýrði kennarinn kennslunni þannig að allir nemendur áttu að fylgjast að. Til hvers þá að nota tölvu yfirleitt? Hví ekki að notast bara við gömlu aðferðirnar? Ég á 12 ára gamlan, ofvirkan frænda sem er betri en flestir sem ég þekki á tölvu. Ég tel fullvíst að þessi kennsluaðferð hefði ekki hentað honum. Þvi miður tel ég að kennarar séu ekki endilega að nota tölvur rétt í kennslu. Ég er ekki að segja að ég viti endilega hvernig sé best að nota þær, en allt of oft er kennarinn eingöngu að hugsa um að brjóta upp kennsluna á einhvern hátt, hafa hana sem fjölbreytilegasta. En að láta alla hafa sama eyðufyllingarverkefni og venjulega, bara í tölvunni, getur varla talist mikil tilbreyting, eða hvað?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home