Sunday, January 08, 2006

3. hluti

Nú í dag, státa ég að ADSL og vinn að mestu leyti gegnum netið, en nota þó einungis þau forrit sem ég nauðsynlega þarf að nota. (Er til dæmis að vinna í fyrsta skipti að heimasíðu, vegna verkefnis í HA, og þetta er fyrsta bloggsíðan mín) Þetta held ég þó að hljóti að batna með tíð og tíma. Sérstaklega þegar einstaklingsmiðað nám gerir betur vart við sig. Einstaklingsmiðað nám gerir miklar kröfur á kennarann. En þær eru um leið allt aðrar en áður, mannlegi þátturinn er nú mun mikilvægari en sá þáttur að kunna sína sérfræðigrein upp á tíu fingur. Kennarinn þarf ekki að hafa áhyggjur af fáfræði sinni og getur í raun lært með nemendunum í stað þess að mata nemendur á staðreyndum. Tölvur eru nefnilega augljóslega gott kennslutæki í einstaklingsmiðuðu námi. Það getur ekki verið tilviljun hvað tölvur eru notaðar mikið í kennslu nemenda með sérþarfir. Fyrir suma nemendur er tölvan bara greinilega besta kennslutækið. Er þá ekki sjálfsagt að nota það?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home