Sunday, January 08, 2006

2. hluti

Rannsóknir í Englandi, Danmörku og Svíþjóð hafa ekki sýnt að koma upplýsingatækninnar hafi breytt kennsluháttum í einhverjum mæli. Hér á landi var gerð rannsókn 1998 þar sem meðal annars kom fram að of fáar tölvur gerð það að verkum að upplýsingatæknin væri ekki mikið notuð og auk þess hefðu kennarar ekki næga færni til að geta nýtt sér tölvutæknina í kennslu. Því miður virðist þetta ennþá vera meginástæða þess að upplýsingatæknin er ekki notuð jafn mikið og jafn vel og unnt væri. Þetta er eflaust af einfaldri ástæðu. Það virðist bara deginum ljósara að skólar eru ekki að fá nægt fjármagn. Það er líka ekkert gamanmál að fjármagna tölvukaup fyrir skóla þegar tölvurnar eru orðnar úreltar eftir 2-3 ár. Í sambandi við færni kennara, þá er vel hugsanlegt að kennarar yfir þrítugt hræðist að nota þessa tækni, þar sem kunnátta þeirra er ekki nægileg og í mörgum tilvikum er kunnátta nemandans jafnvel meiri. Ég er sjálfur 33 ára og þurfti í raun ekki að notast að ráði við tölvu fyrr en í háskóla (og þá að langmestu leyti við ritvinnslu).

0 Comments:

Post a Comment

<< Home