Thursday, January 19, 2006

4. Hluti

Þuríður vitnar í Donlevy og Donlevy og segir að það sé mikilvægt í upplýsingatækni að kenna nemendum færni í að skanna, færni í að tileinka sér mikið magn upplýsinga og kunna að vinna úr því og færni í samskiptum að því leyti að láta frá sér verkefni sem aðrir skilja. Til að þetta gangi þarf því að leggja áherslu, eins og áður, á lestur, hugsun og ritun. Undirbúningur og kennsla fyrir upplýsingatækni þarf því ekki að vera mjög stórt stökk fyrir góðan kennara.

Þuríður talar um að hlutverk kennara sé að skapa skilyrði til náms. Það er því á þeirra ábyrgð að nemandinn hafi þau skilyrði að geta nýtt sér Internetið til upplýsingaöflunar og sjá til þess að aðstæður séu bæði gefandi og hvetjandi.

Ég hef mikinn hug á að nýta mér Internetið við kennslu í framtíðinni. En ég er líka á því að það þurfi að lesa sér vel til um hvernig best er að nota netið, svo að það geri meira gagn fyrir nemendur en óskunda. Það er nefnilega ekki endilega víst að það að nemandi geti unnið sjálfstætt í tölvu þýði það sama og að nemandinn sé sjálfstæður á öðrum sviðum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home