Thursday, January 19, 2006

3. Hluti

Þuríður talar um að nútímasamfélag bjóði upp á auðvelt aðgengi að upplýsingum. Fyrir vikið er það hlutverk kennarans að reyna að skapa þekkingu úr þessum upplýsingum. Hún segir ennfremur að grundvöllurinn sé að fá nemendur til að nýta sér sköpunargáfuna, því að sú gáfa sé til mikilla bóta í því upplýsingasamfélagi sem við búum í. Eftir stendur vissulega sú spurning hvort að það sé ekki einmitt viss áhætta á að Internetið dragi úr sköpunargáfu. Ég held allavega að bæði kennarar og foreldrar verði að huga vel að hvernig netið er notað og það þarf að passa sig að það endi ekki á því að netið verði eingöngu notað, til upplýsingaöflunar. Svoleiðis þróun gæti endað með að bækur hættu algjörlega að seljast og nemendur einfaldlega hættu að lesa skáldsögur sér til dægrastyttingar og fróðleiks. Ég tel einmitt enn ríkari áherslu nú í dag að kynna nemendur fyrir heimi bókanna, svo ekki endi með að komandi kynslóðir geti ekki lesið nema stutta texta á tölvuskjánum sínum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home