Thursday, January 19, 2006

2. Hluti

Þuríður lýsir á áhugaverðan hátt að Internetið er vissulega nýr og byltingarkenndur miðill. Hún talar um að þessi miðill sé til þess fallinn að vinna með hann, en það sé í raun eðlileg þróun að erfitt sé að komast af stað með að nota Internetið sem öflugan þátt í kennslu. Vísindasamfélagið er nefnilega of gjarnt á að halda í viðteknar venjur og á erfitt með að sleppa sér inn á nýjar brautir. Þetta má því miður heimfæra upp á ansi marga kennara. Það er ekkert skrítið að það sé erfitt að fá kennara sem kannski er búinn að kenna í 10-20 ár til að tileinka sér nýjar kennsluaðferðir. Sérstaklega þegar viðkomandi kennari er búinn að viða að sér kennsluefni og aðferðum gegnum árin, sem að hann er sáttur við og leiðir til þess að viðkomandi þarf lítið að undirbúa sig fyrir hverja kennslustund. Hann einfaldlega kennir eins og hann hefur alltaf kennt. Ég var engu skárri árið sem ég kenndi sem leiðbeinandi í 6. bekk Síðuskóla. Ég notaði mér þá reynslu sem ég hafði úr skóla, með öðrum orðum hermdi eftir þeim kennurum sem ég höfðu kennt mér. Hermdi eftir þeirra kennsluaðferðum. Ég notaði upplýsingatækni afskaplega lítið, nema rétt í lok skólaárs, þegar maður var aðeins byrjaður að þora að prófa eitthvað nýtt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home