Upplýsingatækni (2. Innlegg)
Árið 2001 gerði Þuríður Jóna Jóhannsdóttir Meistaraprófsverkefni í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands. Verkefnið hlaut nafnið “Veiðum menntun í netið – Um námskenningar og nýja miðla og áhrif þeirra á nám og kennslu.” Eins og gefur að skilja fjallar verkefnið að mestu um aukna upplýsingatækni í skólum. Ég lagði ekki í að lesa allt verkefnið að þessu sinni en las nokkra áhugaverða kafla. Það er til dæmis mjög áhugaverður kafli um upplýsingatækni í skólum út frá hugsmíðahyggju (constructivism), sem gaman var að lesa í samhengi við skólaheimsókn sem nokkrir nemenda fóru í til Sjálandsskóla. En Sjálandsskóli vinnur einmitt mikið út frá hugsmíðahyggju. Það er hægt að kíkja á örlitla útskýringu á hugsmíðahyggju á fínu, nýju heimasíðunni minni.
Ég ætla að mestu leyti að beina sjónum að lokaorðum Þuríðar. Kafla 6, sem heitir “Að verða læs og skrifandi á nýjan miðil – verkefni kennara og nemenda á nýrri öld.”