Thursday, January 19, 2006

Upplýsingatækni (2. Innlegg)

Árið 2001 gerði Þuríður Jóna Jóhannsdóttir Meistaraprófsverkefni í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands. Verkefnið hlaut nafnið “Veiðum menntun í netið – Um námskenningar og nýja miðla og áhrif þeirra á nám og kennslu.” Eins og gefur að skilja fjallar verkefnið að mestu um aukna upplýsingatækni í skólum. Ég lagði ekki í að lesa allt verkefnið að þessu sinni en las nokkra áhugaverða kafla. Það er til dæmis mjög áhugaverður kafli um upplýsingatækni í skólum út frá hugsmíðahyggju (constructivism), sem gaman var að lesa í samhengi við skólaheimsókn sem nokkrir nemenda fóru í til Sjálandsskóla. En Sjálandsskóli vinnur einmitt mikið út frá hugsmíðahyggju. Það er hægt að kíkja á örlitla útskýringu á hugsmíðahyggju á fínu, nýju heimasíðunni minni.
Ég ætla að mestu leyti að beina sjónum að lokaorðum Þuríðar. Kafla 6, sem heitir “Að verða læs og skrifandi á nýjan miðil – verkefni kennara og nemenda á nýrri öld.”

3 Comments:

At 1:24 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég er alveg sammála því sem þarna kemur fram að upplýsingatækni er á okkar dögum nauðsynleg viðbót við kennsluhætti og kennsluaðferðir kennara. Ekki síst vegna þess að í okkar raunveruleika eru tölvur og önnur nýsigögn og færni er fellur undir upplýsingatækni afskaplega stór þáttur, bæði í atvinnulífi sem og frístundum. Á bilinu 80-90% heimila á Íslandi eru nettengd þannig að eðlilegt er að nýta sér þetta aðgengi og tengja það við kennsluna. Þó er ég líka sammála því að öllu má ofgera. Þarna eru nokkrir þættir sem ber að varast; í fyrsta lagi ber að varast það að nemendur fái ekki mötun í gegnum upplýsingatæknina. Hætta er á því að ef nemendur sitja tíma þar sem kennari þylur upp af power point glærum og nemendi er etv. með útprentað eintak af glærunum fyrir framan sig að hann verði óvirkur í tímum. Sér einfaldlega ekki tilgang í því að glósa skriflega. Ég tel það vera nauðsynlegt að nemendur séu látnir glósa, þannig að þeir öðlist nauðsynlega færni í glósutækni. Ég hef orðið þess vör í þeim skóla þar sem ég kenni að nemendur kunna einfaldlega ekki að koma frá sér texta skriflega (en upplýsingatæknistig FSu er á mjög háu stigi og margir nemendur með fartölvur og góður aðgangur að tölvum). Einnig hef ég orðið vör við svokallað "tölvumálfar" í skriflegum texta sem á auðvitað ekki að líða. Í öðru lagi þá er ég sammála því sem kemur fram hjá þér um upplýsingatöflun. Ég tel það vera orðið allt of algengt að nemendur leita allra upplýsinga á google.com. Þetta er ekki gott mál, þar sem almenn heimildaöflun úr bókun er sumstaðar á undanheldi og nemendur fara fremur einfaldari leiðina og ná í upplýsingar á netinu. Önnur hætta er við þetta; nefnilega að það eru ekki allar upplýsingar sem finna má í hafsjó upplýsinga á netinu "skotheldar" eða réttar. Þetta er atriði sem nemendur gera sér ekki allt of oft grein fyrir. Enn eitt vandamál í þessu er það að verndun höfundaréttar er vandamál sem erfitt og jafnvel ómögulegt er að leysa í tensglum við netið. Ritstuldur og slíkir þættir geta virst afar einföld og freistandi leið fyrir nemendur sem etv. eru komnir í tímaþröng með verkefnaskil.
Ég tel að notkun upplýsingatækni sé góð viðbót og nauðsynleg við kennsluaðferðir kennara. Bæði gerir sú notkun kennsluna fjölbreyttari, sem og felur í sér hagnýti og góðan undirbúning fyrir framtíðina og atvinnulífið. En öllu má þó ofgera og mikilvægt að haft sé líka á bakvið eyrað nauðsyn þess að hafa færni til þess að koma frá sér þekkingu skriflega og að geta leitað heimilda upp á hefðbundna mátann. Ég persónulega myndi efast um gæði þeirrar þróunar að allt námsumhverfi yrði rafrænt; og er sá ótti minn í námslegum, félagslegum og þekkingarlegum skilningi. En þó svo að ég óttist að hluta til þá þróun að nám fari fram í gegnum tölvur (geri mér þó grein fyrir því að það er stórkostlegur valmöguleiki) sökum hætti á ákveðinni einangrun í námi sínu þá má ekki gleyma að t.d. að nota Internetið til þess að tengja nemendur við aðra nemendur í fjarlægum löndum er afar spennandi kostur og ekki í síst í því alþjóðavædda samfélagi er við búum við í dag. Sjálf hef ég nýtt mér þessa tækni í kennslu og hefur það reynst nemendum bæði til gagns og gamans :-)
Takk fyrir mig, Kveðja Þórunn Elva

 
At 3:51 AM, Anonymous Anonymous said...

heilsa

 
At 3:58 PM, Anonymous Anonymous said...

I liked your blog, I invite you to follow me, kisses

 

Post a Comment

<< Home